„Var þvert um geð“ að lögsækja Sorpu

GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu.
GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér var þvert um geð að höfða mál gegn þessu góða fyrirtæki, þar sem ég starfaði í 20 ár,“ segir Björn Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, í yfirlýsingu vegna sátta sem náðst hafa í máli hans gegn Sorpu, vegna starfsloka hans.

Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SORPU bs.
Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SORPU bs. Ljósmynd/Aðsend

Í yfirlýsingunni segir Björn að sáttin marki endalok óþarflegra langrar deilu sem hafi tekið á sig og fjölskyldu sína. Hafi stjórnarformaður og varaformaður stjórnar handsalað samkomulagi við hann um starfslok en „jafnskjótt gengið á bak orða sinna“ og sagt sér upp. 

Ástæða uppsagnar Björns var skýrsla innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, „sem var klárlega vanhæfur í málinu og ber skýrslan öll þess merki,“ segir í yfirlýsingu Björns. 

Björn segir dómssáttina fela í sér viðurkenningu á hann hafi verið beittur rangindum með uppsögninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK