Laus störf mun fleiri en í fyrra

Lausu störfin eru aðeins færri en á öðrum ársfjórðungi.
Lausu störfin eru aðeins færri en á öðrum ársfjórðungi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagstofa Íslands áætlar að 8.380 störf hafi verið laus á þriðja ársfjórðungi en á sama tíma voru 222.797 störf mönnuð á íslenskum vinnumarkaði. Hlutfall lausra starfa er því 3,6% sem er aðeins lægra en á öðrum ársfjórðungi. Þá var hlutfallið 4% og laus störf 8.540 talsins. 

Miðað við sama tímabil í fyrra voru 5.400 fleiri störf laus á þriðja ársfjórðungi og hækkaði hlutfall lausra starfa um 2,2 prósentustig á milli ára.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK