Musk metinn á 33 þúsund milljarða

Hvað á ég að gera við alla þessa peninga gæti …
Hvað á ég að gera við alla þessa peninga gæti Musk verið að spyrja sig að þessa dagana. AFP

Eignir Elon Musk, stofnanda Tesla og SpaceX, eru nú metnar á 255 milljarða bandaríkjadala, eða sem samsvarar tæplega 33 þúsund milljörðum króna, samkvæmt auðmannalista tímaritsins Forbes. Hann er nú talinn ríkari en Bill Gates og Mark Zuckerberg samanlagt.

Þannig eru eignir Gates, stofnanda Microsoft, metnar á 135 milljarða dala, eða 17.400 milljarða króna, en eignir Zuckerbergs, stofnanda Facebook, eru metnar á tæplega 118 milljarða dala, eða hér um bil 15.200 milljarða króna, miðað við núverandi gengi.

Eignir Jaff Bezos, stofnanda Amazon, lækkuðu um 776 milljónir bandaríkjadala milli daga og eru nú metnar á rúma 193 milljarða dala, samkvæmt áðurnefndum lista Forbes.

Tíðindi af Tesla hafa hækkað gengi bréfa í eigu Musks, meðal annars fregnir af því að bílaleigan Hertz hyggist kaupa 100 þúsund Tesla-bifreiðar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK