Stórbætt afkoma Össurar

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar. Eggert Jóhannesson

Hagnaður Össurar nam 2,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi borið saman við 1.940 milljóna króna hagnað á sama fjórðungi í fyrra.

Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung.

Hagnaðarhlutfallið á þriðja fjórðungi í ár var 10% af sölutekjum en 9% á sama fjórðungi í fyrra.

Þá hagnaðist fyrirtækið um 6,2 milljarða fyrstu níu mánuði ársins borið saman við 517 milljóna króna hagnað sömu mánuði í fyrra.

Hagnaðurinn hefur því tólffaldast milli ára en fram kom í miðopnuviðtali ViðskiptaMoggans við Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, í júní sl. að stoðtækjafyrirtækið hefði barist fyrir lífi sínu í nokkrar vikur í mars í fyrra, eftir að faraldurinn hófst.

„Við horfðum fram á að Össur gæti að óbreyttu ekki lifað lengur en í fjóra mánuði,“ sagði Jón þá m.a.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK