Hagnaður bankanna 60 milljarðar

Stóru viðskiptabankarnir þrír.
Stóru viðskiptabankarnir þrír. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðskiptabankarnir þrír, Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki, hafa allir birt níu mánaða uppgjör sín og nemur samanlagður hagnaður þeirra ríflega 60 milljörðum það sem af er ári. Er það allt önnur staða en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður þeirra var 10,6 milljarðar króna.

Snorri Jakobsson hjá Jakobsson Capital segir að uppgjör bankanna undirstriki sterkan grunnrekstur þeirra og að ekki megi lesa of mikið í uppgjör þessa árs eða þess síðasta.

„Frá 2019 hefur grunnreksturinn farið batnandi. Varúðarráðstafanir vegna veirufaraldursins drógu úr afkomu þeirra í fyrra en það er að koma að nokkru leyti til baka núna. Rekstur bankanna var því í raun miklu betri en tölurnar gáfu til kynna í fyrra. Því má heldur ekki horfa einangrað á uppgjörin núna þótt þau staðfesti að bankarnir eru á fljúgandi siglingu.“

Bendir Snorri á að fjárfestingarbankastarfsemi hafi eflst mjög á undanförnum misserum og það skýrist m.a. af lægra vaxtastigi. Þá sé ljóst að grimmt kostnaðaraðhald í bankakerfinu sé einnig að skila batnandi afkomu.

Kvika banki á enn eftir að birta uppgjör sitt en miðað við afkomuviðvörun sem gefin var út fyrr í mánuðinum má gera ráð fyrir að hagnaður bankans muni nema um 8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK