Íslenska þjóðin „alveg biluð í þetta“

Valgeir Valgeirsson bruggmeistari með Ora-jólabjórinn og aðra jólabjóra RVK bruggfélags …
Valgeir Valgeirsson bruggmeistari með Ora-jólabjórinn og aðra jólabjóra RVK bruggfélags sem koma í sölu í Vínbúðunum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst í dag og hefur framboðið aldrei verið meira. Að þessu sinni verður hægt að velja úr 108 tegundum en þær voru 88 í fyrra. Þar af eru 76 íslenskir jólabjórar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Alls seldust 1.181 þúsund lítrar af jólabjór í ÁTVR á síðasta sölutímabili en það var 58% aukning frá sama tímabili árið áður.

„Þjóðin hefur verið alveg biluð í þetta,“ segir Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá RVK bruggfélagi. Hann sendir frá sér Ora jólabjór þetta árið og virðast margir áhugasamir um að smakka bjór sem bragðbættur er með rauðkáli og grænum baunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK