Meiri kyrrð í vændum á fasteignamarkaði

Landsbankinn gerir ráð fyrir að hóflegri hækkanir séu í pípunum á fasteignamarkaði en verið hefur. Forstöðumaður hagfræðisviðs bankans telur að einkaneyslan muni aukast á sama tíma.

Dr. Daníel Svavarsson er gestur Dagmála í dag og ræðir þar nýbirta hagspá Landsbankans fyrir tímabilið 2021-2024.

Hann segir athyglisvert að hækkun á sérbýli hafi drifið verðhækkanir áfram á fasteignamarkaði síðustu mánuði. Það kunni að skýrast af því að fólk, sem hafi unnið mikið heima á undanförnum misserum hafi viljað stækka við sig.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast viðtalið við Daníel í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK