Play opnar útibú í Litháen

Play mun færa út kvíarnar í lok árs.
Play mun færa út kvíarnar í lok árs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play mun opna nýtt útibú í Vilníus í Litháen í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tekið er fram að höfuðstöðvarnar verði enn á Íslandi.

„Play stígur þetta skref snemma í vaxtarfasanum enda mun félagið vaxa samhliða nýju útibúi í Vilníus,“ segir í tilkynningunni. Á komandi mánuðum megi reikna með að um 15 til 20 manns muni starfa á skrifstofu Play innan fárra mánaða og að starfsmenn félagsins í Litháen muni sinna ýmsum stoð- og tæknihlutverkum.

„Með því að staðsetja hluta verkefna í Vilníus fær PLAY gott aðgengi að sérfræðingum innan upplýsingatækni, stafrænnar þróunar, markaðsmála, fjármála og þjónustu.“

Þjónustumiðstöð allan sólarhringinn

Tengiflugleiðakerfi Play muni krefjast þjónustumiðstöðvar sem getur starfað allan sólarhringinn. Þá miðstöð sé ekki er nauðsynlegt að staðsetja á Íslandi, enda stærsti hluti viðskiptavina félagsins erlendir ferðamenn, að því er segir í tilkynningunni.

Þá jókst sætanýting félagsins úr 52,1% frá því í september, þegar það flutti ríflega 15 þúsund farþega, upp í 67,7% í október en tæplega 25 þúsund manns flugu með Play í þeim mánuði. Alls hafa því um 68 þúsund farþegar flogið með flugfélaginu frá því það hóf að fljúga í júní.

63 starfsmenn gengu til liðs við fyrirtækið á þriðja ársfjórðungi, 41 flugliði, 12 flugmenn og 10 starfsmenn á skrifstofu. Alls starfa nú 135 manns hjá Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK