Play er stórhættulegt fyrirtæki segir Drífa

Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Drífa Snædal, forseti ASÍ. Samsett mynd

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að flugfélagið Play sé hættulegt íslensku launafólki. Þetta segir hún í tilefni af fréttaflutningi Morgunblaðsins af áformum Play um að opna starfsstöðvar í Litháen. 

Í stöðuuppfærslu á facebooksíðu sinni ítrekar Drífa að miðstjórn ASÍ hvetji fólk til þess að sniðganga félagið. Það segir hún að eigi við bæði um launafólk og fjárfesta. 

Play er stórhættulegt íslensku launafólki, ekki bara flugfreyjum og -þjónum heldur öllum. Það er engin tilviljun að miðstjórn ASÍ og formannafundur hefur hvatt til sniðgöngu á félaginu, það er ekki yfirlýsing sem gefin er á hverjum degi,“ segir Drífa á Facebook.


Verið að tryggja samkeppnishæfni 

Í viðtalinu sem Drífa vísar til voru Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður félagsins, spurðir að því hvers vegna verið væri að stækka starfsemi Play til útlanda og það Litháen. 

Þeir svöruðu því að launakostnaður í Litháen væri lægri en á Íslandi og meira framboð af sérmenntuðu fólki. 

Þannig segir Einar Örn meðal annars að það sé nær útilokað að ráða 10 manna teymi forritara á Íslandi. 

Birgir sagði í viðtalinu að verið væri að grípa til þessarar ráðstöfunar strax, svo ekki þyrfti að leggja niður starfsemi á Íslandi síðar meir. Hann segir að ekki sé með neinum hætti verið að taka yfir starfsemi sem fyrir er á Íslandi, sem fæli þá í sér uppsagnir, heldur að aðeins væri verið að stækka starfsemi félagsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK