Leigubílarnir rafvæðist

Jón Trausti segir einfalt að rafvæða alla leigubíla landsins.
Jón Trausti segir einfalt að rafvæða alla leigubíla landsins. mbl.is/​Hari

Með tiltölulega einföldum kerfisbreytingum væri hægt að tryggja að allir leigubílar hér á landi gengju einvörðungu fyrir rafmagni. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafssonar, forstjóra Öskju, en fyrirtæki hans hefur lagt fram nokkrar tillögur til þess að hraða orkuskiptum í samgöngum.

„Hér í höfuðborginni eru um 400 leigubílar og þeir aka á við 2.000 fjölskyldubíla. Það er mjög einfalt að breyta kerfinu og beina þeim öllum í rafmagn. Það er líka ímyndarmál fyrir Ísland, að hér séu allir leigubílar rafmagnsbílar,“ segir Jón Trausti.

Hann bendir á að leigubílstjórar fái niðurfelld vörugjöld af bensín- og díselbílum en að enginn aukastuðningur, umfram almennar aðgerðir, sé í boði til þess að hraða orkuskiptum í greininni.

„Við viljum að greiddur verði rafmagnaður stuðningur við leigubíla sem að fullu verða knúnir rafmagni. Þar mætti miða við styrk sem næmi t.d. einni milljón. Þá ætti að fella niður regluna um niðurfellingu vörugjalda af bensín- og díselbílum. Með því yrðu hvatarnir réttir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK