Bónus breytir vörumerkinu og lengir afgreiðslutíma

Verslun Bónuss í Kringlunni.
Verslun Bónuss í Kringlunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vörumerki Bónuss, hinn þjóðþekkti Bónusgrís, hefur nú verið breytt og fært í nútímalegri horf. Þar að auki hefur Bónus tilkynnt að afgreiðslutími verslana Bón­us sé nú lengri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bónus. 

Þar segir að vörumerki Bónuss hafi ekkert breyst frá árinu 1989 þegar verslunin hóf starfsemi. Með breytingunni eigi merkið þó að henta betur til stafrænnar notkunar. Merkið mun breytast í tveimur verslunum fyrst um sinn en á næstu mánuðum verða fleiri verslanir uppfærðar. 

Nýr afgreiðslutími verður sem hér segir:

Á Smáratorgi, Skeifunni, Spönginni, Fiskislóð, Helluhrauni, Mosfellsbæ og Langholti á Akureyri verður framvegis opið frá kl. 10:00 - 20:00 alla daga.


Almennur afgreiðslutími verður mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11:00 – 19:00 en föstudaga til sunnudaga frá kl. 10:00 - 19:00.

Á Egilsstöðum, Eyjum, Ísafirði og Stykkishólmi verður opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11:00 – 18:30, föstudaga frá kl. 10:00 – 19:00 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 – 18:00.

„Margt af því sem við höfum staðið fyrir í áranna rás höfum við ekki verið nægilega dugleg að segja frá. Í rýni starfsfólks okkar kom fram að þótt við vitum að Bónus hafi hætt að selja plastpoka tveimur árum á undan öðrum á markaðnum þá sé það samt ekki á allra vitorði. Sama á við um margt annað sem við höfum gert sem snýr að sparnaði og samfélagsábyrgð. Við vorum fyrst til að innleiða rafræna verðmiða, eini stórmarkaðurinn sem hefur aldrei selt tóbak, við komum að stofnun pokasjóðs og höfum leitt jákvæðar breytingar í íslenskri verslun. Við höfum alltaf lagt okkur fram um að neytendur fái sem mest fyrir krónuna sína í Bónus með sama verði í öllum okkar verslunum um land allt,“ er haft eftir Guðmundi Marteinssyni, framkvæmdastjóra Bónuss, í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK