Seljast upp á mettíma

Í fyrsta áfanga fóru íbúðir á Grensásvegi 1D og 1E …
Í fyrsta áfanga fóru íbúðir á Grensásvegi 1D og 1E í sölu. Á reitnum verða íbúðir og atvinnuhúsnæði. mbl.is/Baldur

Eftirspurn eftir íbúðum á tveimur þéttingarreitum í Skeifunni annars vegar og Vogabyggð hins vegar þykir vitna um skort á íbúðum.

Í fyrsta lagi er búið að selja 43 af 50 íbúðum á Grensásvegi 1 í Reykjavík. Íbúðirnar fóru í sölu föstudaginn 5. nóvember og var ríflega helmingur seldur mánudaginn eftir fyrstu helgina, eða 26 íbúðir. Síðan hafa 17 íbúðir selst til viðbótar og eru því sjö íbúðir af 50 óseldar.

Alls verða um 200 íbúðir á reitnum og skrifstofu- og atvinnuhúsnæði.

Finnbogi Hilmarsson, löggiltur fasteignasali hjá Heimili fasteignasölu, segir allar tveggja herbergja íbúðirnar og stúdíóíbúðirnar í húsinu hafa selst samdægurs.

Hefðu getað selt tvöfalt meira

„Við hefðum getað selt tvöfalt fleiri tveggja herbergja íbúðir. Slík var eftirspurnin,“ segir Finnbogi. Kaupendur þessara íbúða séu jafnan fyrstu kaupendur en mikill skortur sé á íbúðum fyrir þann hóp.

Finnbogi bendir á að hluti íbúðanna sé með kvöðum frá Reykjavíkurborg um kauprétt til Félagsbústaða og leigufélaga; hluti seldra íbúða sé til þeirra.

„Skortur á íbúðum gerir það að verkum að margir eru tilbúnir [að kaupa íbúðir]. Svo finnur maður líka að margir eru þreyttir. Hafa boðið í margar eignir án þess að fá. Ég hef starfað við fasteignasölu í mörg ár en hef aldrei starfað í slíkum skorti. Það vantar svo margar íbúðir á markaðinn, sérstaklega minni íbúðir,“ segir Finnbogi. Meginskýringin á skortinum sé að ekki hafi verið byggðar nógu margar íbúðir. Þá sérstaklega fyrir fyrstu kaupendur. „Þess vegna eru sveitarfélögin [í kringum höfuðborgarsvæðið] sprungin. Allt í einu er allt uppselt á Selfossi, Þorlákshöfn, Hveragerði og í öðrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 16. nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK