Hagvaxtarauki í skotlínu

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að þetta sé eitthvað sem samningsaðilar þurfi að skoða og velta fyrir sér því ég þori að veðja að það hafi enginn verið að gera ráð fyrir að það yrði tekinn út hagvaxtarauki eftir 6,5% samdrátt.“ Þessum orðum fór Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri um þá stöðu sem uppi er á almennum vinnumarkaði en að öllu óbreyttu mun 8 þúsund króna hagvaxtarauki leggjast ofan á 25 þúsund króna taxtahækkun launa og 6 þúsund krónur ofan á almennar launahækkanir um komandi áramót. Gerist það á grundvelli ákvæðis í hinum svokölluðu lífskjarasamningum þar sem samið var um viðbótarhækkun þegar hagvöxtur á mann reynist umfram tiltekin mörk.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Faraldurinn breytti stöðunni

„Það var enginn sem gerði ráð fyrir þessu höggi þegar þessi klausa var skrifuð inn í kjarasamninginn. Og þegar við horfum á þá spá sem við vorum með 2019 þegar samningarnir voru gerðir, þá er landsframleiðslan 6,5% minni en við gerðum ráð fyrir þá og ef við horfum á árið í fyrra þá er hún 7,5% minni,“ sagði Rannveig. Hagfræðingarnir Jón Bjarki Bentsson og Konráð Guðjónsson eru sammála um að Seðlabankanum sé vandi á höndum nú þegar stýrivextir fara hækkandi. Bankinn sé gagnrýndur en þó búi hann enn við neikvæða raunstýrivexti. Þeir telja allra augu munu beinast að húsnæðismarkaðnum á komandi mánuðum og hvort aðgerðir Seðlabankans muni slá á þær verðhækkanir þar, sem ráðið hafa miklu um þann skrið sem verðbólgan er nú á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK