Ríkið sýknað af kröfu Ásbjarnar Ólafssonar ehf.

Hæstiréttur sýknaði ríkið í dag af kröfu Ásbjarnar Ólafssonar ehf.
Hæstiréttur sýknaði ríkið í dag af kröfu Ásbjarnar Ólafssonar ehf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæstaréttur sýknaði í dag ríkið af kröfu Ásbjarnar Ólafssonar ehf. um endurgreiðslu á rúmum 17 milljónum króna sem fyrirtækið hafði innt af hendi vegna greiðslna fyrir tollkvóta.

Ráðherra hafi ekki haft val um aðra útfærslu

Fjárhæðirnar sem fyrirtækið hafði innt af hendi til ríkisins voru vegna greiðslna fyrir tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ríkjum Evrópusambandsins sem ráðherra úthlutaði honum á grundvelli 3. mgr. 65. gr., sbr. 65. gr. B, búvörulaga nr. 99/1993 og 5. mgr. 12. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Fyrir Hæstarétti laut ágreiningur málsins að því hvort ákvæði búvörulaga, eins og þau hljóðuðu á þeim tíma sem atvik málsins gerðust, teldist fullgild skattlagningarheimild og þá hvort heimild ráðherra til að setja reglugerð um úthlutun tollkvóta hefði falið í sér framsal skattlagningarvalds og þar með hvort álagning gjaldsins hefði samrýmst 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. 

Í dómi Hæstaréttar kom fram að við útboð á tollkvótum á árinu 2018 hefðu ráðherra og önnur stjórnvöld ekki haft neitt það svigrúm sem máli skipti til að ákveða hversu hátt gjald fyrirtækið greiddi fyrir tollkvótann, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Þá taldi Hæstiréttur að ekki yrði ráðið af 3. mgr. 65. búvörulaga að ráðherra hefði í raun haft val um aðra útfærslu gjaldtökunnar en að kalla eftir tilboðum á jafnræðisgrundvelli og taka því boði sem hæst væri. 

Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að gild skattlagningarheimild hefði legið til grundvallar þeirri gjaldtöku sem fólst í greiðslu fyrirtækisins fyrir þá tollkvóta sem málið laut að. Ríkið var því sýknað af kröfu fyrirtækisins.

Saka ráðuneytið um að blekkja almenning

Félag atvinnurekenda sakaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um að fela staðreyndir í tengslum við útboð á tollkvóta og reyna blekkja almenning, í færslu á Facebook-síðu félagsins 4. apríl síðastliðinn.

Ráðuneytið læt­ur eins og um­deild breyt­ing á búvörulögum í lok síðasta árs, að frum­kvæði land­búnaðarráðherr­ans, hafi aldrei verið gerð. Með henni var tekið upp tímabundið í 18 mánuði kerfi útboðs á toll­kvóta, sem Lands­réttur hef­ur dæmt að fari í bága við stjórn­ar­skrána,“ segir í færslunni.

Það eru gild­andi lög og verður að breyta þeim til að hætta stjórn­ar­skrárbrot­inu. Brot ráðherra á stjórn­ar­skránni og lögum um ráðherraábyrgð er jafnal­var­legt þótt það sé tímabundið,“ seg­ir einnig á síðunni þar sem ráðuneytið er hvatt til að leiðrétta rang­færsl­ur og koma heiðarlega fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK