Fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri

Samhliða hlutfallslegri fjölgun fyrstu kaupenda hefur meðalaldur þeirra lækkað.
Samhliða hlutfallslegri fjölgun fyrstu kaupenda hefur meðalaldur þeirra lækkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á þriðja ársfjórðungi voru 33,8% allra kaupenda íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu að kaupa sína fyrstu íbúð og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Fjöldi fyrstu kaupenda var 983 talsins og dregst örlítið saman frá síðustu ársfjórðungum, en met var slegið á fyrsta fjórðungi þessa árs þegar alls 1.354 einstaklingar keyptu sína fyrstu fasteign ýmist einir eða með öðrum.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Þar kemur fram að nokkuð áberandi aukning sást á fjölda og hlutfalli fyrstu kaupenda þegar heimsfaraldurinn skall á, enda lækkuðu vextir á sama tíma og sparnaður margra og kaupmáttur jókst.

Samhliða hlutfallslegri fjölgun fyrstu kaupenda hefur meðalaldur þeirra lækkað. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar heimsfaraldurinn skall á, fór meðalaldurinn niður í 29 ár og hafði ekki mælst jafn lágur síðan á fjórða ársfjórðungi 2006. Meðalaldurinn hefur haldist lágur allt undangengið ár og var 29,2 ár nú á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK