Nasdaq yfir 16.000 stig

Frá bandarísku kauphöllinni í New York.
Frá bandarísku kauphöllinni í New York. AFP

Á föstudag fór bandaríska Nasdaq-vísitalan í fyrsta skipti yfir 16.000 stig og mælist styrking vísitölunnar ríflega 26% það sem af er þessu ári.

Nasdaq-vísitalan styrktist um 1,2% í vikunni sem leið en S&P 500-vísitalan hækkaði um 0,3% á sama tíma. Dow Jones lækkaði um 1,4% og hefur því lækkað í tvær vikur samfleytt.

Veiking Dow Jones-vísitölunnar er einkum rakin til ótta við að lönd í Evrópu kunni enn á ný að grípa til harkalegra sóttvarnaaðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita, en stjórnvöld í Austurríki tilkynntu nýverið að þar yrði sett á útgöngubann. Bitnuðu þessar áhyggjur m.a. á hlutabréfaverði flugfélaga og skemmtisiglingafélaga. Bankavísitala S&P lækkaði um 1,6%, og orkufyrirtækjavísitala S&P um 3,9%.

Tæknifyrirtæki, og fyrirtæki sem njóta góðs af að neytendur haldi kyrru fyrir, sóttu í sig veðrið s.s. streymisveitan Netflix og örgjörvaframleiðandinn Nvidia. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK