Dorsey sagður á útleið

Jack Dorsey.
Jack Dorsey. AFP

Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, er sagður ætla að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Þetta hefur bandaríska fréttastofan CNBC samkvæmt heimildum. 

Verð á hlutabréfum í Twitter hækkuðu um 9% við upphaf viðskipta í bandarísku kauphöllinni. Hlutabréfaverð í stafrænu greiðslumiðluninni Square Inc, sem Dorsey stýrir einnig, hækkaði um 3%.

Forsvarsmenn Twitter hafa ekki tjáð sig um málið, en í nýjustu færslu sinni, sem Dorsey birti á Twitter í gær, sagði hann einfaldlega: „Ég elska Twitter.“. 

AFP

Snemma árs 2020 krafðist fjárfestingarsjóðurinn Elliott Management Corp að Dorsey myndi víkja en sjóðurinn hélt því fram að Dorsey væri ekki að einbeita sér nægilega að rekstri Twitter er hann var einnig að stýra Square Inc. 

Dorsey svaraði þeirri gagnrýni með því að bjóða Elliot, og samstarfsfyrirtækinu Silver Lake Partners, sæti í stjórn Twitter. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK