Twitter staðfestir brotthvarf Dorsey

Jack Dorsey í júní síðastliðnum.
Jack Dorsey í júní síðastliðnum. AFP

Twitter hefur tilkynnt að Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins, muni láta þegar í stað af störfum sem forstjóri og að yfirmaður tæknimála, Parag Agrawal, taki við af honum.

„Twitter tilkynnti í dag að Jack Dorsey hafi ákveðið að hætta sem forstjóri og hefur stjórnin einróma samþykkt að ráða Parag Agrawal sem forstjóra og stjórnarmeðlim í staðinn og tekur þetta gildi nú þegar,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Fyrr í dag greindi CBS-fréttastofan frá því samkvæmt heimildum að Dorsey væri á útleið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK