FKA stofnar deild á Suðurnesjum

Frá stofnfundi deildar FKA á Suðurnesjum.
Frá stofnfundi deildar FKA á Suðurnesjum. mbl.is

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, hefur stofnað nýja landsbyggðardeild fyrir athafnakonur á Suðurnesjum. Yfir 80 konur tóku nýverið þátt í stofnfundi en markmiðið með stofnun deildarinnar er að kortleggja tækifæri til atvinnusköpunar kvenna á Suðurnesjum. Eliza Reid, forsetafrú, var viðstödd stofnfundinn.

„Nýsköpun er mikilvæg sem aldrei fyrr fyrir heimsbyggðina, sem þarf að finna leiðir til að vera í takt við nýja tíma. Þar verður að endurskoða og endurhugsa margt til að sóa ekki tækifærum eins og hugmyndum og innlögn í framtíðarplönin frá konum. Fyrir liggja sláandi staðreyndir um ólíka forgjöf er kemur að því að nýta sér jafnréttið í nýsköpun og víðar. Í þessu sambandi má nefna að kvennateymi fá örfá prósent (jafnvel í eintölu) af fjármagninu er kemur að fjármögnun í nýsköpun,“ segir m.a. í tilkynningu frá FKA.

Í forsvari fyrir stofnun deildarinnar á Suðurnesjum voru Abu Libdeh, frumkvöðull og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Geosilica, og Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og stjórnarformaður HS Veitna. Báðar eru þær félagar í FKA. Geosilica framleiðir fæðubótarefni úr kísil en fyrirtækið er metið á um 700 milljónir króna og hefur hafið sölu á erlendum mörkuðum. Guðný Birna er fyrsta konan til að verða stjórnarformaður HS Veitna en hún er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Við stofnun deildarinnar nutu þær Abu stuðnings stjórnar FKA og framkvæmdastjóra félagsins, Andreu Róbertsdóttur.

Tilgangur landsbyggðardeildar Suðurnesja er að sameina konur á svæðinu, í því skyni að auka þátt kvenna í störfum og stjórnum auk þess að leggja áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra.

„Mikilvægi tengslanetsins og fjölbreytileika,“ var yfirskrift erindi Elizu Reid, sem einnig er félagskona FKA og meðstofnandi Iceland Writers Retreat. Þar las hún einnig úr nýútkominni bók sinni ,,Sprakkar“  þar sem hún tók viðtöl við fjölda íslenskra kvenna, meðal annars Fidu Abu Libdeh. Fjölmörg önnur erindi voru flutt á stofnfundinum.

Frá stofnfundi FKA á Suðurnesjum, f.v. Guðný Birna, Eliza Reid …
Frá stofnfundi FKA á Suðurnesjum, f.v. Guðný Birna, Eliza Reid og Fida Abu Libdeh. mbl.is
Frá stofnfundinum, f.v. Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, Anna Karen Sigurjónsdóttir, …
Frá stofnfundinum, f.v. Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, Anna Karen Sigurjónsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Eliza Reid, forsetafrú og félagskona FKA, Eydís Mary Jónsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir, Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen, Fida Abu Libdeh og Sigríður hrund Pétursdóttir, formaður FKA. Á myndina vantar Herborgu Svönu Hjelm, Írisi Sigtryggsdóttur, Snjólaugu Jakobsdóttur og Þuríði Halldóru Aradóttur. mbl.is
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK