Harkaleg átök á Vetrarbrautinni

Við Vetrarbraut er risið eitt glæsilegasta fjölnota íþróttahús landsins.
Við Vetrarbraut er risið eitt glæsilegasta fjölnota íþróttahús landsins. Unnur Karen

Fyrirtækið Quick hús ehf. hafa krafið Garðabæ svara um hvort samið hafi verið við ÍAV um keðjuábyrgð á greiðslum launa og launatengdra gjalda til undirverktaka í tengslum við stórframkvæmd bæjarfélagsins við Vetrarbraut þar sem nú er risið eitt glæsilegasta fjölnota íþróttahús landsins.

Hafa Quick hús vakið athygli bæjaryfirvalda á meintum vanefndum ÍAV sem réð fyrirtækið sem undirverktaka í tengslum við hönnun vinnuteikninga, innflutning á efni fyrir stálvirki, veggklæðningu og þakplötur í tengslum við uppbygginguna.

Í bréfi sem lögmaður Quick húsa sendi bæjaryfirvöldum kemur fram að ÍAV hafi ekki staðið skil á greiðslu lokauppgjörs að fjárhæð ríflega 432 þúsund evrur, jafnvirði ríflega 65 milljóna króna. Segir í bréfinu að vegna hinna meintu vanefnda hafi Quick hús ekki getað staðið að fullu við greiðslu launa og opinberra gjalda og að semja hafi þurft við skattayfirvöld vegna greiðslu þeirra. Um sé að ræða kröfur á hendur fyrirtækinu upp á tugi milljóna króna.

Bent er á í bréfinu að ÍAV neiti greiðsluskyldu af fyrrnefndum fjárhæðum, jafnvel þótt fyrirtækið hafi samþykkt reikninga að fjárhæð 352 þúsund evrur. Inn í þetta mál blandast einnig fyrirtækið A-Faktoring sem kom að fjármögnun verkefnisins fyrir hönd Quick húsa. Bendir fyrirtækið á að aðkoma þess hafi verið skilyrt við samþykkt ÍAV á framlögðum reikningum Quick húsa.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK