Velta félaganna eykst um milljarð

Stefán og Ragnar segja að sameining félaganna sé ekki endastöð. …
Stefán og Ragnar segja að sameining félaganna sé ekki endastöð. „Við munum þróa áfram það sem við erum að gera, sem er að flytja vörur samhliða verkefnunum fyrir álfyrirtækin.“ Eggert Jóhannesson

Það stefnir í metár í rekstri skipafélaganna Thorship og Cargow, en Cargow hefur keypt öll hlutabréf í Thorship, eins og fjallað er ítarlega um í ViðskiptaMogganum í dag.

Að sögn þeirra Stefáns H. Stefánssonar, framkvæmdastjóra félaganna tveggja, og Ragnars Jóns Dennissonar, rekstrar- og fjármálastjóra, eykst sameiginleg velta um einn milljarð króna milli ára og verður sjö milljarðar. „Það er svigrúm til að gera enn betur án þess að fjölga skipum. Það er þó ekki útilokað að fleiri skipum verði bætt við á seinni stigum.“

Langtímasamningar við álver

Þó að vel gangi hjá íslensku álverunum og heimsmarkaðsverð á áli sé hátt, þá hafa naprir vindar stundum leikið um áliðnaðinn á tímabilum.

Spurðir um áhættuna sem fylgir því að vera með jafn mikil viðskipti við álfyrirtækin og raun ber vitni segja framkvæmdastjórarnir að félögin njóti góðs af því að vera með langtímasamninga við álverin. „Thorship er til dæmis nýbúið að endurnýja samning sinn við Rio Tinto,“ segir Ragnar.

Spurðir hvort félögin muni sameinast undir Cargow-nafninu í fyllingu tímans segir Ragnar að fyrirtækin séu bæði í góðum rekstri. Núna sé öll áhersla lögð á að halda áfram uppi góðri þjónustu við lykilviðskiptavinina. „Við getum útvíkkað þjónustuna og þjónustuframboðið þótt við tökum ekki skrefið í fulla í sameiningu eða eitt nafn að sinni.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK