Hagar kaupa þriðjung í Klasa

Heildarumfang þróunareigna Klasa nálgast 280 þúsund fermetra auk tug annarra …
Heildarumfang þróunareigna Klasa nálgast 280 þúsund fermetra auk tug annarra fasteigna í útleigu. Eggert Jóhannesson

Hagar hafa undirritað samning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa. Hagar hyggjast greiða fyrir hluta sinn í Klasa með þróunareignum sem eru ekki hluta af kjarnastarfsemi félagsins.

Samningurinn er metinn á rúmlega 3,9 milljarða og verður eignarhlutur Haga í Klasa þriðjungur af útgefnu hlutafé, líkt og eignarhlutur Regins og KLS.

Heildarumfang þróunareigna Klasa nálgast 280 þúsund fermetra auk tug annarra fasteigna í útleigu. Heildarverðmæti eigna Klasa eftir viðskiptin verður um 14,8 milljarða króna.

„Markmið okkar með samstarfi um fjárfestingu í Klasa er að koma þróunareignum Haga í skilgreindan farveg þar sem úrvinnsla þeirra fær óskipta athygli fagfólks með mikla reynslu á sviði fasteignaþróunar. Þannig tryggjum við hluthöfum Haga hámörkun á virði þróunareigna félagsins á meðan við getum einbeitt okkur betur að eigin kjarnastarfsemi, á dagvöru- og eldsneytismarkaði,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK