Íslenskir fjármálastjórar afar bjartsýnir

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir.
Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Mikil bjartsýni ríkir á meðal íslenskra fjármálastjóra. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar fyrirtækisins Deloitte.

Bjartsýnin er sú mesta síðan byrjað var að gera könnunina árið 2014, að sögn Lovísu Finnbjörnsdóttur, meðeiganda og sviðsstjóra fjármálaráðgjafa Deloitte.

Könnunin er framkvæmd tvisvar á ári og tóku 17 lönd þátt í þetta sinn. Með könnun Deloitte er hægt að bera saman ólík viðhorf fjármálastjóra innan Evrópu við það sem er að gerast á Íslandi hverju sinni.

Bjartsýnni en kollegar í Evrópu

„Stærsta niðurstaðan núna er að það er rosalega mikil bjartsýni á meðal fjármálastjóra, sú mesta frá því að við byrjuðum þessa könnun árið 2014,“ segir Lovísa.

„Við mælum alltaf bjartsýni út frá fjórum mælikvörðum (væntingar til tekna, EBITDA, fjárfestinga og ráðninga) og þrír af þessum fjórum mælikvörðum eru í hæstu gildum sem við höfum mælt hér á Íslandi. Síðustu þrjár kannanir hafa verið litaðar af Covid-19 en núna erum við að sjá niðurstöður sem benda til þess að íslenskir fjármálastjórar séu farnir að einblína á hvað tekur við að loknum heimfaraldri. Það eru margar spurningar sem sýna þær niðurstöður að íslenskir fjármálastjórar séu töluvert bjartsýnni en kollegar þeirra í Evrópu,“ segir Lovísa í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK