Unnur Helga til liðs við Strategíu

Unnur Helga Kristjánsdóttir er nýráðinn ráðgjafi hjá Strategíu.
Unnur Helga Kristjánsdóttir er nýráðinn ráðgjafi hjá Strategíu.

Unnur Helga Kristjánsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu. Unnur mun starfa á sviði samþættingar og einföldunar stjórnkerfa hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strategíu.

Unnur hefur starfað sem stjórnandi um árabil. Síðustu níu ár innan orkugeirans, en hún kemur til liðs við Strategíu frá Landsvirkjun þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns stjórnunarkerfa og umbóta.

Hún býr þá yfir 20 ára leiðtogareynslu á sviði stjórnunarkerfa, uppbyggingu, innleiðingu, þróun og samþættingu þeirra og hefur unnið að eflingu stjórnunarhátta og gæðastjórnunar inna fyrirtækja og leitt fjölbreytt umbótaverkenda á þessu sviði.

Strategía er sérhæft ráðgjafafyrirtæki sem veitir fjárfestum, stjórnum og stjórnendum ráðgjöf með áherslu á stefnumótun, skipulag, stjórnarhætti og fjölbreytta stjórnunar og rekstrarráðgjöf.

Eigendur strategíu, f.v., Margrét Sanders, Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún …
Eigendur strategíu, f.v., Margrét Sanders, Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK