Nýjar áherslur hjá Norðuráli

Markmiðið hjá okkur er að auka framlegð og búa svo …
Markmiðið hjá okkur er að auka framlegð og búa svo um hnútana að meira af ágóðanum verði til hér, segir Sigrún í viðtalinu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Norðurál er umbótasinnað fyrirtæki og við erum alltaf að leita leiða til að gera betur. Á það jafnt við um öryggis-, umhverfis- og gæðamál, framleiðslu eða aðra þætti í rekstrinum,“ segir Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga.

Fyrirtækið er hið stærsta á Vesturlandi, starfsmenn eru um 600 talsins, veltan á árinu 2020 var 77,2 milljarðar króna og framleiðslan á ári er um 320 þúsund tonn af áli. Sigrún hóf störf hjá Norðuráli árið 2012 og tók við stöðu framkvæmdastjóra álversins í febrúar á þessu ári.

Auka virði framleiðslunnar

Áliðnaðurinn í landinu stendur vel um þessar mundir; afkoman er ágæt og eftirspurn eftir framleiðslunni mikil. „Við erum í sterkri stöðu og höfum forskot í samkeppninni. Fólk og fyrirtæki hafa miklar og vaxandi áhyggjur af loftslagsmálum og horfa í auknum mæli á kolefniáhrif framleiðsluþátta.

Stærsti einstaki þátturinn í kolefnisspori álframleiðslu á heimsvísu er raforkan. Á Íslandi er orkan endurnýjanleg og þegar það helst í hendur við stöðugan rekstur og öruggan tækjabúnað getum við framleitt ál sem er það grænasta í heimi,“ segir Sigrún.

Áliðnaðurinn stendur vel um þessar mundir; afkoman er ágæt og …
Áliðnaðurinn stendur vel um þessar mundir; afkoman er ágæt og eftirspurn eftir framleiðslunni mikil. Ljósmynd/Norðurál

Starfsemi Norðuráls hófst árið 1998 og til að byrja með var framleiðslugeta um 60 þúsund tonn. Smám saman var verksmiðjan stækkuð og stóð sú vegferð allt til ársins 2007. Auk framleiðsluaukningar, hefur í seinni tíð verið lögð aukin áhersla á að styrkja og efla innviði og auka virði framleiðslunnar.

Viðskiptavinir Norðuráls eru að stórum hluta evrópsk fyrirtæki sem framleiða hluti í bíla. Framkvæmdir eru nú hafnar við nýja framleiðslulínu þaðan sem álið fer til áframvinnslu í álsívalninga, verðmætari afurð, sem nýtist beint til framleiðslu á vörum eins og bílum, byggingum og tæknibúnaði.

Grundartangi. Grænblá hús álversins setja sterkan svip á umhverfið í …
Grundartangi. Grænblá hús álversins setja sterkan svip á umhverfið í Hvalfirði. Alls vinna um 600 manns í fyrirtækinu og þá eru afleidd störf ótalin. Ljósmynd/Norðurál

„Munurinn er sá að það ál sem við framleiðum nú þarf að endurbræða og vinna frekar áður en það nýtist í þessa framleiðslu,“ segir Sigrún. „Þar sem við munum nota fljótandi ál til framleiðslunnar og ekki þarf að endurbræða það til frekari vinnslu ytra verður kolefnissporið minna og verðmætaaukningin verður eftir hér heima á Íslandi.“

Fá græna fjármögnun

Framkvæmdir við nýju framleiðslulínuna eru hafnar og er gert ráð fyrir að framleiðsla þar hefjist á fyrri hluta ársins 2024. Þetta er fjárfesting upp á um 16 milljarða króna og er ætlunin að um helmingur af framleiðslu álversins fari þar í gegn. 

Nánari umfjöllun er að finna á Morgunblaðinu sem kom út 11. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK