Klappir staðfest sem grænt fyrirtæki

„Grænt vaxtarfjármagn gefur okkur tækifæri til að vinna áfram að …
„Grænt vaxtarfjármagn gefur okkur tækifæri til að vinna áfram að grænni og sjálfbærari framtíð, vaxa og sækja fram erlendis,“ er haft eftir Jóni Ágústi Þorsteinssyni, forstjóra Klappa. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlega sjálfbærnifyrirtækið ISS ESG hefur gert úttekt á starfsemi íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa og staðfest að hún sé græn. Matið byggir á því að yfir 90% af tekjum fyrirtækisins kemur frá hugbúnaði þess sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum. Slík starfsemi er tilgreind sem græn í flokkunarkerfi ESB (e. EUTaxonomy) en gert er ráð fyrir því að sambærilegar reglur verði settar hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Þar segir að um sé að ræða fyrsta sinn sem starfsemi af þessum toga hljóti slíka staðfestingu frá viðurkenndum aðila líkt og ISS ESG.

„Fyrirtækið hefur um árabil verið leiðandi á sviði hugbúnaðargerðar fyrir sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana og hefur sem slíkt skapað stafrænt vistkerfi á milli aðila til að deila upplýsingum sín á milli. Vistkerfið auðveldar allt utanumhald um sjálfbærniupplýsingar og hvetur fyrirtæki til að bæta frammistöðu sína útfrá viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS),“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK