Byggð á við tíu Skuggahverfi

Horft yfir Hraun-vestur frá hringtorginu við Kaplakrika í Hafnarfirði.
Horft yfir Hraun-vestur frá hringtorginu við Kaplakrika í Hafnarfirði.

Gert er ráð fyrir 2.800 íbúðum í Hraunum-vestur en það yrði hér um bil á við tíu Skuggahverfi í Reykjavík í íbúðum talið.

Þá er í Hraunum-vestur gert ráð fyrir atvinnu- og þjónustuhúsnæði ásamt skóla og leikskólum.

Skipulagssvæðið Hraun-vestur afmarkast af Reykjavíkurvegi, Flatahrauni og Fjarðahrauni.

Fyrsti áfanginn verður byggður upp í hverfi 1, í svonefndum Gjótum, vestast á svæðinu. Sá reitur er einnig kenndur við fyrirtækið Trefjar en þar verða um 490 íbúðir, leikskóli, verslanir, þjónusta og skrifstofur.

Þingvangur meðal verktaka

Reitur 1 afmarkast af Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Félögin Hraunbyggð og Þingvangur eru framkvæmdaaðilar á lóðunum. Í fyrsta áfanga munu Hjallahraun 2 og Hjallahraun 4 víkja fyrir nýrri byggð en verktaki í fyrsta áfanga er Þingvangur.

Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, segir því mega áætla að fyrstu íbúðirnar komi á markað 2024.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK