Fyrstu smáskilaboðin seld á 15 milljónir

Fyrstu smáskilaboðin sem send voru úr farsíma árið 1992 voru …
Fyrstu smáskilaboðin sem send voru úr farsíma árið 1992 voru seld sem NFT á uppboði í gær. AFP

Fyrstu smáskilaboðin sem send voru úr farsíma árið 1992 seldust sem „Non-Fungible Token“ (NFT) fyrir rúmar 107 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 15 milljóna íslenskra króna, á Aguttes-uppboðinu í gær. NFT er vottorð um að hlutir séu einstakur og ófalsaður. 

Kaupandinn, sem ekki vildi láta nafn síns getið, er Kanadamaður sem hefur verið viðloðandi tæknigeirann. Hann er nú eigandi einstakrar stafrænnar eftirmyndar af fyrstu smáskilaboðunum í formi NFT.

Fyrstu smáskilaboðin voru 15 stafa löng og voru send til Richard Javis, starfsmanns farsímafyrirtækisins Vodafone. Í smáskilaboðunum var honum óskað gleðilegra jóla, að því er fréttastofa AFP greinir frá.

NFT eru stafrænir hlutir sem hægt er að kaupa og selja með svokallaðri bálakeðju-tækni (e. blockchain). NFT hafa orðið gríðarlega vinsæl meðal safnara en fyrr á þessu ári seldust á uppboði listaverk í formi NFT fyrir tæpa 70 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 9 milljarða íslenskra króna.

Meðal þeirra sem voru á Aguttes-uppboðinu var hinn 18 ára gamli bálkakeðju-frumkvöðull, Luigi Cardonna, sem steig til hliðar þegar verðið á smáskilaboðunum fór yfir 75 þúsund evrur, jafnvirði 11 milljóna króna.

„Ég hélt það væri áhugavert að eiga þennan hluta af sögunni en planið var að eiga smáskilaboðin fram á næsta ár og selja þau svo um næstu jól,“ sagði Cardonna í samtali við fréttastofu AFP.

Vodafone hefur greint frá því að fyrirtækið hyggist gefa allan ágóða af sölu smáskilaboðanna til flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK