Sérbýli lækkar í fyrsta sinn síðan í febrúar

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða. Sérbýli lækkaði þó …
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða. Sérbýli lækkaði þó um 0,5%. mbl.is

Sérbýli lækkaði um 0,5% milli október og nóvember á meðan fjölbýli hækkaði um 1% samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gær, en þá var greint frá þróun vísitölu íbúðaverðs. Hækkaði vísitalan um 0,7% milli mánaða og er það minni hækkun en síðustu mánuði. Mælist árshækkun vísitölunnar nú 17%.

Í Hagsjá Landsbankans er farið nánar út í þessar breytingar og kemur þar fram að undanfarið hafi hækkanir á sérbýli alla jafna verið meiri en á fjölbýli. Því komi það ekki endilega á óvart að sjá sérbýli gefa örlítið eftir núna.

Bent er á að almennt verðlag án húsnæðis hafi hækkað um 0,16% á milli mánaða og að raunverð íbúða, þ.e. verð á íbúðum umfram annað, um 0,5%. Það sé minnsta hækkun sem sést hafi síðan í febrúar á þessu ári og mögulega til marks um að íbúðaverð þróist í auknu samræmi við annað verðlag.

Þegar mest lét í vor nam hækkun á íbúðaverð allt að 3,3% milli mánaða. Í Hagsjánni segir að of snemmt sé þó að segja til um hvort almennt sé farið að hægja á þar sem hátt hlutfall íbúða selst enn yfir ásettu verði og sölutími mælist stuttur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK