Aldrei beinn og breiður vegur

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar lætur senn af störfum eftir rúman aldarfjórðung við stjórnvöl fyrirtækisins. Hann segir að uppbygging fyrirtækisins hafi aldrei verið beinn og breiður vegur.

Jón er gestur Dagmála í dag þar sem hann fer yfir ferilinn og stærstu áskoranirnar á vettvangi stoðtækjafyrirtækisins sem fyrir löngu er orðinn risi á hinu alþjóðlega sviði með stoðtæki.

mbl.is

Hafa keypt 60 fyrirtæki

Jón bendir á að frá því að hann tók við stjórn fyrirtækisins hafi Össur keypt 60 fyrirtæki. Hefur það stuðlað að ytri vexti fyrirtækisins sem veltir nú yfir 80 milljörðum króna á ári. Veltan nam nokkur hundruð milljónum þegar hann tók við.

Hann segir að stundum hafi stappað nærri að önnur fyrirtæki eða fjárfestar tækju fyrirtækið yfir. Hins vegar hafi verðlagningin nær alltaf verið rétt og því kannski ekki augljós tækifæri til þess að taka fyrirtækið yfir á kostakjörum. Undantekningin hafi verið í bankahruninu árið 2008. Þá hafi hins vegar verið kominn danskur kjölfestufjárfestir að fyrirtækinu. Hann hefði getað kippt öllu eignarhaldinu til sín en að það hafi ekki orðið raunin.

Í meðfylgjandi klippu útskýrir Jón af hverju þeir gerðu það ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK