Skeljungur áætlar sölu á fasteignum fyrir 8,8 milljarða

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs hf.
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs hf.

Skeljungur tilkynnti í gær að fasteignafélagið Kaldalón muni kaupa 13 eignir af félaginu fyrir 5.989 milljónir. Kaldalón mun borga að lágmarki tæplega 3,6 milljarða í reiðufé og hins vegar með hlutum í fyrirtækinu að verðmæti allt að tæpum 2,4 milljörðum. 

Orkan IS, dótturfélag Skeljungs, mun síðan leigja fasteignirnar til 20 ára af Kaldalóni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi.

Stefna á þróun fimm fasteigna

Skeljungur hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við F33 ehf. þar sem Skeljungur og F33 hyggjast stofna sérstakt félag sem mun þróa fimm fasteigna. 

Áætlað eiginfjárframlag Skeljungs í formi fasteignanna nemur 2.058,5 mkr. samkvæmt viljayfirlýsingunni. Gert er ráð fyrir að fasteignirnar verði leigðar Orkunni IS ehf,“ segir í tilkynningunni. 

Áætluð leigugjöld Orkunnar vegna fasteignanna nema um 493 milljónum króna …
Áætluð leigugjöld Orkunnar vegna fasteignanna nema um 493 milljónum króna á ársgrundvelli.

Skeljungur skrifaði einnig undir viljayfirlýsingu við Ötul ehf. þess efnis að stefnt er á það að Ötull kaupi fasteignina að Austurströnd 7, 170 Seltjarnarnesi og leigi Orkunni til baka. Skeljungur er í viðræðum við Reginn hf. Um kaup á fasteign að Litlatúni í Garðabær sem yrði síðan leigt Orkunni.

Ef öll viðskiptin ganga eftir verður söluvirði fasteigna Skeljungs tæpir 8,8 milljarðar. Áætluð leigugjöld Orkunnar vegna fasteignanna nema um 493 milljónum króna á ársgrundvelli og 433 milljónum króna með tilliti til lækkunar á rekstrarkostnaði eignanna. Áætlaðar leigutekjur Orkunnar vegna endurleigu eigna nema 115 milljónum króna á ársgrundvelli.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK