Áfengissala tæplega 17% meiri en 2019

Áfengissala er en um 16,5% meiri en árið 2019.
Áfengissala er en um 16,5% meiri en árið 2019. mbl.is/Unnur Karen

Alls seldust 1.938.129 lítrar af áfengi í Vínbúðunum frá 22.nóvember til 18.desember. Þetta er töluverð lækkun frá í fyrra, en þá voru seldar tæplega 2,25 milljónir lítra.

Árið 2020 var óvanalegt ár í áfengissölu vegna samkomutakmarkana og aðgerða á landamærunum. Ef litið er til sama tímabils árið 2019 má sjá að áfengissala hefur aukist um 60 þúsund lítra, sem jafngildir rúmlega 3% aukningu.

Mikil sala á kampavíni

Ef horft er til tímabilsins frá janúar til nóvember má sjá að áfengissala í ár er á pari við þær tölur sem sáust í fyrra, eða í kringum 23,7 milljónir lítra en um 16,5% meiri en árið 2019.

Ef litið er til einstakra flokka sést að sala á freyðivíni/kampavíni hefur aukist um tæp 22% milli ára. Sala á blönduðum drykkjum hefur einnig vaxið hratt og er um 24% meiri en í fyrra. Í öðrum áfengisflokkum má sjá lítilsháttar lækkun frá því í fyrra, eða í kringum -4,4% til -0,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK