Eitt besta árið í sögu Kringlunnar

Jólaverslunin hefur gengið vel.
Jólaverslunin hefur gengið vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum náð vopnum okkar í aðsókn og erum að sjá ótrúlega góð jól og ótrúlega gott rekstrarár í smásöluverslun,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um jólaverslunina.

„Meðalvelta á hvern fermetra eykst um 25% milli ára. Það er mikil breyting. En auðvitað verður að taka tillit til þess að stór hluti íslensku þjóðarinnar er ekki farinn að ferðast að neinu ráði. Því vinnur ástandið mjög vel með innlendri verslun og það er að skila sér mjög vel í Kringlunni,“ segir Sigurjón Örn.

Sigurjón Örn Þórsson.
Sigurjón Örn Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sögulega gott ár í verslun

Meðalveltan sé til dæmis meiri en árið 2019 og árið almennt sögulega gott í smásöluverslun í Kringlunni.

Þá rifjar hann upp þá niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar að netverslun hafi dregist saman um 13% í nóvember milli ára. Bendir það að hans mati til þess að margir kjósi heldur að koma í búðirnar. Má í þessu efni benda á að 2020 var almennt metár í netverslun á Íslandi.

Baldur Már Helgason.
Baldur Már Helgason. mbl.is/RAX

Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hjá Reginn, sem Smáralind heyrir undir, segir aðsóknina í nóvember og desember hafa verið 21-22% meiri en sömu mánuði í fyrra. Þá hafi hún aukist um 6% það sem er ári.

Hefur aukist um 35% frá 2019

Hvað snertir veltu rekstraraðila hafi hún aukist um 23% á tímabilinu frá janúar til nóvember miðað við sama tímabil í fyrra og um 35% frá sama tímabili árið 2019.

Spurður hvað skýri þessa miklu aukningu nefnir Baldur Már til dæmis að dregið hafi úr ferðalögum Íslendinga til útlanda í faraldrinum en með því hafi verslunin að hluta færst aftur inn í landið. Það birtist m.a. í sölu snyrtivara og gjafavöru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK