Mun ekki setjast í stjórn Össurar

Jón Sigurðsson, fráfarandi forstjóri Össurar mun ekki setjast í stjórn fyrirtækisins þegar hann lætur af forstjórastarfi 1. apríl næstkomandi. Hann segir að það hafi þó komið til tals.

Segir hann að sín niðurstaða hafi verið sú að það væri óheppilegt fyrir þá sem tækju við stjórn fyrirtækisins að hafa sig andandi ofan í hálsmálið á þeim.

Jón er gestur Dagmála og ræðir ferilinn og það sem fram undan er, nú þegar hann hefur ákveðið að láta af starfi forstjóra sem hann hefur gegnt frá 1. apríl 1996.

Jón hefur hins vegar áhuga á að setjast í stjórnir fyrirtækja og hann situr raunar nú þegar sem stjórnarformaður í vaxandi og mjög spennandi líftæknifyrirtæki í Svíþjóð. Það nefnist Vitrolife og um nýliðin mánaðamót var tilkynnt um kaup þess á spænska fyrirtækinu Igenomix fyrir ríflega 1,2 milljarða evra. Ljóst er að reynsla Jóns af vettvangi Össurar, sem brátt spannar 26 ár, mun koma sér vel á vettvangi Vitrolife og mögulega annarra fyrirtækja sem hann mun setjast í stjórn hjá.

Í viðtalinu nefndi Jón að Össur hefur keypt yfir 60 fyrirtæki á þeim rúma aldarfjórðungi sem hann hefur stýrt fyrirtækinu.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér:

mbl.is

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK