Vill reisa dýragarð með lundum og hröfnum

Kristján Ra Kristjánsson hefur frá árinu 2007 verið búsettur í …
Kristján Ra Kristjánsson hefur frá árinu 2007 verið búsettur í Svíþjóð en er nú kominn heim og stefnir á landvinninga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Ra hefur frá árinu 2007 verið með hugann við sænskt leikhúslíf og eitt þekktasta vörumerki á þeim markaði er í hans eigu. Hann var hins vegar langt kominn með að selja fyrirtækið þegar veirufaraldurinn setti allt úr skorðum. Sem stendur er ekki víst hverjar lyktir þess máls verða en hann er staðfastur í þeirri ákvörðun að hasla sér að nýju völl í íslensku samfélagi.

Í félagi við annan mann vinnur hann nú m.a. að útfærslu á dýragarði við bæinn Straum í Straumsvík. Þar sjá þeir fyrir sér að kynna íslenska lundann og hrafninn fyrir gestum og gangandi.

„Hér eru nokkrar staðreyndir. 60% af öllum lundum heimsins verpa hér. Þeir geta flogið á 88 kílómetra hraða og hann getur kafað á allt að 60 metra dýpi. Þeir verpa í sömu holuna alla ævi og þeir eru vinalegir og félagslegir. Hrafninn er tengdur íslenskri sögu. Huginn og Muninn voru hrafnar Óðins og það voru hrafnar sem hjálpuðu Flóka að finna Ísland. Krummi er talinn með gáfuðustu dýrum. Er flokkaður með höfrungum og simpönsum og það er hægt að kenna honum ótrúlegustu hluti. Þetta eru mjög ólíkir fuglar en þeir eru mjög íslenskir.“ Gangi þessar fyrirætlanir eftir má gera ráð fyrir mikilli uppbyggingu í Straumi. En Kristján er með meira á prjónunum og allt tengist það upplifunarþjónustu sem hann segir að sé undirliggjandi þróun á flestum sviðum. Þar kemur reynslan úr leikhúsinu sé án efa mjög vel.

Ítarlegt viðtal við Kristján birtist í ViðskiptaMogganum daginn fyrir Þorláksmessu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK