Meiri kjötsala en í fyrra

Ljúffeng og lagleg wellington-steik er enn langvinsælust á hátíðarborðið.
Ljúffeng og lagleg wellington-steik er enn langvinsælust á hátíðarborðið.

„Salan er búin að vera meiri en í fyrra, en annars er svipað mynstur á þessu og síðustu ár,“ segir Jón Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Kjötkompanís.

Hann segir að wellington-steikin sé þungamiðjan í sölunni í desember en þar á eftir komi hamborgarhryggur og hangikjöt. „Svo er alltaf að seljast meira og meira af fylltum lambalærum og -hryggjum. Við bjóðum núna hátíðarútgáfu sem hitti í mark. Svo á nautið alltaf sinn fasta sess. Við leggjum áherslu á að kjötið sé vel hangið og tilbúið til eldunar.“

Heileldað ribeye

Geir Rúnar Birgisson í Kjötbúðinni segir að salan í ár sé svipuð og síðustu ár. Wellington tröllríði öllu en einnig sé fólk í auknum mæli að heilelda ribeye-steikur. „Við byrjuðum með smjörhjúpaðar ribeye-steikur í fyrra og þær tóku kipp í sölu. Úlitið er líka mjög gott núna.“

Sigríður Björnsdóttir í Kjöthöllinni segir að hamborgarhryggurinn hafi selst mjög vel fyrir jólin. „Við gerum okkar eigin hrygg og hann seldist nánast upp. Svo erum við með gríðarvinsæla léttsaltaða sænska jólaskinku. Við fluttum í fyrsta sinn fyrir þessi jól inn sænskt sinnep sem mæltist sérlega vel fyrir með skinkunni,“ segir Sigríður.

Viktor Örn Andrésson, eigandi Sælkarabúðarinnar, segir að salan í ár sé helmingi meiri en í fyrra. „Fólk er alveg kolvitlaust í wellington, en fyrir áramótin selst mikið af nautalundum.“

Sælkerabúðin býður einnig óvenjulega kosti eins og iberico-grísasíðu og japanskt wagyu-naut. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK