Innkalla tæplega 500 þúsund Teslur

Gallarnir finnast í Model 3 og Model S.
Gallarnir finnast í Model 3 og Model S. AFP

Bílaframleiðandinn Tesla innkallar nú tæplega 500 þúsund rafmagnsbíla vegna galla í skotti bílanna sem getur aukið líkurnar á slysi. 

Bilunin felst annað hvort í því að hægt sé að slökkva á bakkmyndavél bílanna eða skottið opnast óvænt. Tesla mun upplýsa eigendur bílanna um gallann og lagfæra bílanna án endurgjalds.

Um 355 þúsund bíla af gerðinni Tesla Model 3 eru innkallaðir þar sem að við opnun og lokun á skottinu eyðileggst snúra sem tengd er við bakkmyndavél bílsins. Tesla telur að um 1% Model 3 bifreiðanna beri gallann.  

Þá eru 120 þúsund bíla af gerðinni Model S innkallaðir vegna galla í læsingu á skottinu. Talið er að um 14% Model S beri gallann. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK