Hlutabréfaviðskipti jukust um 75%

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. mbl.is/Hari

Árið 2021 hefur verið bæði annasamt og viðburðaríkt í Kauphöll Íslands og segir Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, að erfitt sé nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr.

„Á meðal hápunkta ársins eru auðvitað fjórar nýskráningar fyrirtækja í Kauphöllina og frábærlega vel heppnuð hlutafjárútboð. Nægir þar að nefna risaútboð Íslandsbanka snemma í sumar,“ segir Magnús.

Það sem Magnús telur einna markverðast á árinu er aukin virkni, sem sjáist best á því að hlutabréfaviðskipti jukust um 75% frá árinu á undan.

Ákveðin vitundarvakning

„Það sem mér finnst bera hæst er ákveðin vitundarvakning hjá mismunandi hópum og almenningi sem er að koma gríðarlega sterkur inn sem þátttakandi á markaðnum. Ég held að þessi aukna virkni muni þjóna almenningi vel í framtíðinni, því maður finnur samhliða fyrir auknum áhuga fyrirtækja á að skrá sig. Það skiptir fyrirtækin miklu máli að finna að hlutabréfamarkaðurinn sé orðinn alvöruvalkostur í fjármögnun. Þarna er það þátttaka almennings sem skiptir miklu máli.“

Með þessu á Magnús við að jákvæð hringrás skapist með virkari þátttöku almennings. Með henni kalli almenningur fram fleiri fjárfestingarkosti fyrir sjálfan sig.

Graf/mbl.is

Umræðan jákvæð

Annað sem Magnús nefnir er hve umræðan um hlutabréfamarkaðinn er orðin jákvæð. „Þetta kemur fram til dæmis í stjórnmálunum og því sem stjórnvöld hafa gert nú þegar og eru með á takteinum.“

Nefnir hann þar skattalega meðferð hlutabréfa sem sé orðin til jafns á við skattlagningu vaxtatekna og aukið frítekjumark.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 31. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK