Óheppilegt að spítalinn sé ekki enn búinn undir álagið

Í áramótauppgjöri Dagmála þar sem sjónum var beint að atvinnu- og efnahagslífi mættu þau Edda Hermannsdóttir hjá Íslandsbanka, Birgir Jónsson hjá Play og Birna Ósk Einarsdóttir sem lét af störfum hjá Icelandair um áramótin, til leiks.

Þáttastjórnandi spurði þau út í stöðuna á Landspítalanum og hvernig hún horfði við fólki sem tækist á við margskonar áskoranir, tengdar veirufaraldrinum og ekki.

Voru þau á einu máli um mikilvægi þess að spítalinn væri þannig búinn úr garði að hann gæti tekist á við það verkefni sem á honum dynur. Benti Birgir Jónsson, sérstaklega á að líta þyrfti á verkefnið út frá spurningunni um eftirspurn eftir þjónustu. Ekki þýddi tveimur árum eftir að faraldurinn braust út að tala eins og að ekki væri hægt að mæta eftirspurninni eftir þeirri þjónustu sem hann kallaði á. Nú þyrftu stjórnvöld að svara því með hvaða hætti kerfið hefði verið styrkt og því umbylt til að mæta nýjum veruleika.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér:

mbl.is

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK