Þriggja ára eiginfjármyndun þurrkaðist út

Vaxtaberandi skuldir jukust um 23 milljarða í greininni og stóðu …
Vaxtaberandi skuldir jukust um 23 milljarða í greininni og stóðu í 209 milljörðum króna í árslok 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu tekjufalli síðastliðin ár hefur hún náð að aðlaga sig vel að breyttum aðstæðum.

Um 700 þúsund ferðamenn heimsóttu landið í fyrra og var það áberandi að neyslumynstur þeirra breyttist verulega, það er að segja veitingaþjónusta og bílaleiga áberandi hærri en á móti var minni verslun. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Fjárhagsgreining KPMG sem unnin var í samstarfi við Ferðamálstofu fer yfir áætlaða stöðu íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2021.

Stuðningur lækkaði um tæpa 15 milljarða

Heildaráhrif stuðningsaðgerða stjórnvalda minnkuðu verulega á milli ára. Árið 2020 voru stuðningsaðgerðir stjórnvalda metnar á 23 milljarða en 2021 voru þær aðeins metnar á 8,2 milljarða, segir í skýrslunni.

Einnig er minnst á að þriggja ára eiginfjármyndun greinarinnar þurrkaðist út, þrátt fyrir stuðningsaðgerðir stjórnavalda.

Vaxtaberandi skuldir jukust um 23 milljarða í greininni og stóðu í 209 milljörðum króna í árslok 2021.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK