Hlöllabátum skipt í tvennt

Skyndibitastaðirnir Hlöllabátar eru hluti af Hlöllabátum ehf.
Skyndibitastaðirnir Hlöllabátar eru hluti af Hlöllabátum ehf. Ljósmynd/Aðsend

Hluthafar Hlöllabáta ehf., sem rekið hafa veitingastaðina Hlöllabáta, Barion Mosó, Barion brugghús og Minigarðinn, hafa ákveðið að fara hvor sína leiðina eftir rúmlega tveggja ára samstarf.

Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans.

Eigendur Hlöllabáta eru Óli Valur Steindórsson (Fastefli ehf.) og Sigmar Vilhjálmsson (Immis ehf.).

Heimildirnar herma einnig að samhliða muni eiga sér stað hagræðingaraðgerðir. Til verði tvö minni félög sem verði sveigjanlegri rekstrareiningar sem geri hvorri einingu um sig betur kleift að byggja sig upp á óvissutímum eins og þeim sem ríkt hafi síðan veirufaraldurinn hófst. Þá geri þetta félögunum auðveldara um vik að fjármagna reksturinn til framtíðar.

Sigmar með Minigarðinn og Bryggjuna brugghús

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að engar skuldir verði felldar niður og félögin muni standa við sínar skuldbindingar.

Eftir skiptinguna mun Sigmar taka við rekstri Minigarðsins og Bryggjunnar brugghúss og Óli Valur taka við rekstri Hlöllabáta og Barion Mosó.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK