Gildi selur stóran hluta í Skeljungi

Skeljungur rekur meðal annars stöðvar Orkunna.
Skeljungur rekur meðal annars stöðvar Orkunna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lífeyrissjóðurinn Gildi hefur selt stærstan hluta bréfa sinna í Skeljungi, en bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital keypti meirihluta bréfanna sem Gildi seldi. Þetta má sjá á tveimur tilkynningum til Kauphallarinnar vegna viðskiptanna í dag.

Fyrir viðskiptin var Gildi næst stærsti hluthafinn í Skeljungi með 10,34% hlut, en stærsti hluthafinn er Strengur hf með rúmlega 50% hlut. Átti Gildi tæplega 207 milljón hluti og seldi um 155 milljón hluti. Áttu viðskiptin sér stað á genginu 14,6 krónur á hlut eða fyrir sem nemur um 2,26 milljörðum.

Gildi lífeyrissjóður seldi um 8% hlut í Skeljungi í morgun.
Gildi lífeyrissjóður seldi um 8% hlut í Skeljungi í morgun.

Taconic keypti tæplega 97 milljón hluti í félaginu við þetta tækifæri, en fyrir átti félagið ekki nein bréf í Skeljungi. Keypti sjóðurinn því fyrir um 1,38 milljarða, eða tæplega tvo þriðju af því sem Gildi seldi.

Bréf Skeljungs hafa hækkað í viðskiptum í Kauphöllinni í dag og standa nú í 14,7 krónum á hlut.

Strengur er í eigu félaganna 365 (38%), RES 9 (38%) og RPF (24%). RES 9 er í eigu RES II sem er í eigu Sig­urðar Bolla­son­ar og Nönnu Bjark­ar Arn­gríms­dótt­ur. 365 er í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, en eig­inmaður henn­ar, Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, er stjórn­ar­formaður Skelj­ungs og varamaður í stjórn 365. RPF er í jafnri eigu Lor­an ehf., sem er í eigu Þór­ar­ins A. Sæv­ars­son­ar, sem er stjórn­ar­maður í Skelj­ungi, og Premier eign­ar­halds­fé­lags, sem er í eigu Gunn­ars Sverr­is Harðar­son­ar. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK