Um 101 þúsund manns flugu með Play

Play hóf miðasölu á flugi til Boston og Washington D.C. …
Play hóf miðasölu á flugi til Boston og Washington D.C. þann 16. desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 101 þúsund manns flugu með Play á fyrstu sex mánuðum félagsins í rekstri. Sætanýtingin á tímabilinu var 53,2%, að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. 

Segir einnig að það verði að teljast góður árangur í ljósi krefjandi aðstæðna vegna heimsfaraldurs. Tæplega 18 þúsund farþegar hafi flogið með Play í desember og sætanýting verið 53,2%, samanborið við 58,3% í nóvember.

Minni sætanýting milli mánaða stafi af uppgangi kórónuveirunnar, samkomutakmörkunum og hertari reglum á áfangastöðum Play sem olli hiki meðal ferðamanna, segir í tilkynningunni. 

Þar segir einnig að undanfarið hafi bókunum til lengri tíma farið að fjölga með sama takti og búast mætti við í eðlilegu árferði. Einnig séu farþegar farnir að bóka ferðir með skömmum fyrirvara. 

Rekstrarumhverfi flugfélaga verið krefjandi

Play hóf miðasölu á flugi til Boston og Washington D.C. þann 16. desember og hefur hún farið mjög vel af stað, segir í tilkynningunni. 

„Nú þegar við lítum til baka yfir viðburðaríkt ár í rekstri PLAY erum við full af eldmóði fyrir komandi tímum. Rekstrarumhverfi allra flugfélaga hefur verið krefjandi en okkur tókst að auka markaðshlutdeild okkar og koma PLAY í mjög góða markaðsstöðu. Þar með erum við í stakk búin til að gernýta komandi uppsveiflu nú þegar við stækkum leiðarkerfi okkar til Bandaríkjanna í vor [..],“ er haft eftir Birgi Jónssyni forstjóra.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK