Hlutafé í Torgi aukið um 150 milljónir

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutafé í Torgi ehf., sem meðal annars gefur út Fréttablaðið, var aukið um 150 milljónir króna í lok desember. Aðalhluthafi félagsins, Hofgarðar ehf. í eigu Helga Magnússonar, keypti allt umrætt hlutafé fyrir 300 milljónir króna.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 

Þar segir, að eftir þessa hlutafjáraukningu nemi heildarhlutafé Torgs ehf. 750 milljónum króna, sem allt hafi verið keypt á genginu tveimur fyrir samtals 1.500 milljónir króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK