Engin stunga, ekkert starf

Wall Street. Starfsfólk Citigroup á að vera bólusett á föstudaginn.
Wall Street. Starfsfólk Citigroup á að vera bólusett á föstudaginn. AFP

Á föstudaginn kemur má það starfsfólk Wall Street-bankans Citigroup, sem ekki hefur gengist undir bólusetningu gegn kórónuveirunni, sætta sig við launalaust leyfi þar til nálin hefur rofið hörund þess. Þann dag rennur sá frestur út, sem stjórnendur Citigroup kynntu í október fyrir ósveigjanlegt átak þeirra, „No jab, no job“, sem útfæra mætti engin stunga, ekkert starf á íslensku.

Launalaust leyfi bara byrjunin

Síðari hlutinn, ekkert starf, er blákaldur raunveruleiki þar sem launalausa leyfið nær aðeins til mánaðamóta, frá og með 1. febrúar verða hinir óbólusettu atvinnulausir, að minnsta kosti hvað Citigroup snertir. Það var fréttaveitan Bloomberg, sem greindi fyrst frá málinu í gær eftir að hún komst yfir skilaboð frá stjórnendum bankans til starfsfólksins.

Komi til starfsloka vegna skorts á bólusetningu fær það starfsfólk, sem rétt á til, sína samningsbundnu áramótakaupauka greidda út, en þarf enn fremur að undirrita yfirlýsingu um að viðkomandi muni ekki stefna bankanum til greiðslu úr öðrum sjóðum.

Smitfjöldinn fimmfaldur

Rúmlega 90 prósent starfsfólks Citigroup eru þegar bólusett og hefur hlutfallið hækkað ört upp á síðkastið, eftir því sem Bloomberg greinir frá, en fjöldi smita í New York-borg er um þessar mundir fimmfaldur miðað við síðasta vetur og telja sérfræðingar í farsóttarmálum að 59 prósent smitsins nú séu af völdum hins skæða Ómíkron-afbrigðis veirunnar.

Fleiri bandarískir bankar hafa gripið til hertra aðgerða, eða boðað þær, en stærsti banki landsins, JPMorgan, fór fram á það í desember við óbólusett starfsfólk útibúa á Manhattan, að það sinnti störfum sínum heima hjá sér „þar til aðrar lausnir hafa verið ígrundaðar“ og fylgdi sögunni að óbólusettir mættu búast við frekari skorðum er fram í sækti.

Í skilaboðum til starfsfólks JPMorgan, sem Reuters-fréttastofan greindi frá, var hvatt til bólusetninga og örvunarskammta, þar sem við ætti, á móti kæmi að slakað yrði á grímuskyldu á sumum svæðum starfsstöðva, þar sem ekki þætti sanngjarnt að neyða bólusett fólk til að hylja andlit sitt innandyra.

Citigroup-bankinn tekur það fram við sitt starfsfólk, að sækja megi um undanþágu frá bólusetningarreglunni á grundvelli trúar eða heilsufars auk þess sem þeim, er missi vinnuna vegna hennar, sé frjálst að sækja um önnur störf við bankann síðar, að uppfylltum skilyrðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK