Hafa ekki fengið sérstakt bankaleyfi

Joe Heneghan, framkvæmdastjóri Revolut.
Joe Heneghan, framkvæmdastjóri Revolut. Ljósmynd/Aðsend

Breska félagið Revolut hefur ekki hlotið sérstakt bankaleyfi á Íslandi eins og haldið var fram í tilkynningu fyrirtækisins til fjölmiðla fyrr í dag. Seðlabanka Íslands hefur aftur á móti borist tilkynning frá eftirlitsaðila í Litháen um þjónustu félagsins hér á landi.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Seðlabanka við fyrirspurn mbl.is.

Þjónusta félagsins er veitt frá Litháen en heimild til að veita þjónustu byggir á tilkynningum milli eftirlitsaðila og gagnkvæmri viðurkenningu og er því ekki um að ræða sérstakt bankaleyfi útgefið á Íslandi.

Ekki rétt að tala um fjártæknifyrirtæki

Í svari Seðlabanka kemur einnig fram að einungis innlánastofnanir geti tekið á móti innlánum frá viðskiptavinum. Af þeim sökum sé villandi að tala um fjártæknifyrirtæki í þessu samhengi, eins og hafi verið gert.

Er þá jafnframt vakin athygli á því að fyrirtækjum utan evrópska efnahagssvæðisins, m.a. frá Bretlandi, er ekki heimilt að veita þjónustu hér á landi nema að undangengnu samþykki Seðlabanka Íslands.

Með því að nota Revolut appið geta viðskiptavinir séð nákvæmlega …
Með því að nota Revolut appið geta viðskiptavinir séð nákvæmlega hversu miklu þeir eyða í hverjum mánuði í mismunandi útgjaldaflokka. Ljósmynd/Aðsend

Innistæðuvernd sem nemur 14 milljóna króna

Greint var frá því í dag að Revolut hefði opnað fyrir viðskipti Íslendinga við evrópska banka fyrirtækisins og að samhliða því hefði fyrirtækið opnað á viðskipti í níu öðrum Evrópulöndum.

Í tilkynningu Revolut kom fram að með hinu nýútgefna bankaleyfi gætu Íslendingar fært viðskipti sín yfir til banka Revolut og hlotið innistæðuvernd frá litháenska fyrirtækinu Deposit and Investment Insurance fyrir allt að 100 þúsund evrur, sem nemur rúmlega 14 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK