Brunnur fjárfestir fyrir 260 milljónir í Taktikal

Árni Blöndal, Bjarki Heiðar Ingason, Kjartan Örn Ólafsson, Valur Þór …
Árni Blöndal, Bjarki Heiðar Ingason, Kjartan Örn Ólafsson, Valur Þór Gunnarsson, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir og Jón Björgvin Stefánsson eru í forsvari fyrir Taktikal.

Fjárfestingafélagið Brunnur Ventures hefur fjárfest fyrir 260 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Taktikalí gegnum sjóðinn Brunnur vaxtarsjóður II. Verður fjármagnið nýtt til að efla vöruþróun og til að sækja á erlenda markaði, en Takital þróar stafrænar lausnir og ferla til að auka traust á netinu og flýta fyrir viðskiptum með því að auka sjálfvirkni í stafrænum lausnum þar sem skjöl og undirritanir koma við sögu.

Taktikal var stofnað snemma árs 2017 af Vali Þór Gunnarssyni, Bjarka Heiðari Ingasyni og Jóni Björgvini Stefánssyni sem höfðu áður starfað sem sérfræðingar í fjármála- og hugbúnaðargeiranum. Starfsmenn Taktikal eru í dag átta talsins og er áætlað að fjöldi starfsfólks félagsins tvöfaldist á næstu mánuðum en framundan er að þróa nýja tegund af skýjalausn er gerir Taktikal fært að bjóða lausnir sínar á alþjóðamarkaði, segir í tilkynningu frá félaginu.

Lausn Taktikal er notuð í margþættum tilgangi í tengslum við rafræna upplýsingasöfnun, skjalagerð, innsiglanir og undirskriftir skjala, svo sem við gerð ráðningasamninga, fundargerðir hjá stjórnum, trúnaðaryfirlýsingar, eða í viðskiptum með bíla og fasteignir. 

„Þörfin hefur aldrei verið meiri fyrir að byggja upp traust á netinu. Taktikal leggur áherslu á að aðstoða sína viðskiptavini í stafrænni vegferð þar sem traust og öryggi er í hávegum haft. Þessi fjármögnun gerir okkur kleift að efla vöruþróun og sækja út fyrir landsteinana“, er haft eftir Vali Þór Gunnarssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Takital.

Samhliða þessari fjárfestingu Brunns mun Kjartan Örn Ólafsson, fjárfestingastjóri Brunns Ventures, taka sæti sem nýr stjórnarmaður hjá Takital.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK