Jón Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri Hlöllabáta

Jón Friðrik Þorgrímsson.
Jón Friðrik Þorgrímsson. Ljósmynd/Aðsend

Jón Friðrik Þorgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hlöllabátar reka samnefnda keðju ásamt veitingastaðnum Barion í Mosfellsbæ. Tekur hann við stöðunni af Sigmari Vilhjálmssyni.

Jón Friðrik er uppalinn á Húsavík en hefur búið og starfað bæði á Akureyri og Reykjavík síðustu ár. Hann er  menntaður matreiðslumeistari og hefur undanfarin ár starfað sem stjórnandi í veitingaiðnaði.

Jón Friðrik var veitingastjóri hjá Kea hótelum frá árinu 2013 til ársins 2020 eða þar til hann var ráðinn til Hlöllabáta, þar sem hann hefur síðustu mánuði gegnt starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK