Á þriðja hundrað sóttu um í Gullegginu

Fjölbreyttur hópur frumkvöðla er í Gullegginu.
Fjölbreyttur hópur frumkvöðla er í Gullegginu.

Umsóknarfrestur í Gullegginu, sem er eins og fram kemur í tilkynningu stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands, rann út á miðnætti í gær. Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups segir ljóst að umsækjendur verði langtum fleiri en verið hefur síðustu ár.

250 manns höfðu staðfest þátttöku þegar Morgunblaðið ræddi við Kristínu seint í gær. Flestir umsækjenda eru með tilbúna viðskiptahugmynd en einnig er þó nokkuð af einstaklingum skráð án hugmyndar, að sögn Kristínar.

Spurð um ástæðu fyrir hinni miklu þátttöku í ár segir Kristín að hún sé margþætt. Án efa spili inn í að nú í fyrsta skipti geti allir verið með, en áður þurftu teymi að innihalda a.m.k. einn háskólanema eða einhvern sem hefði klárað háskólanám á síðustu fimm árum. „Önnur ástæða er að við höfum flutt keppnina frá hausti og fram í janúar. Það hjálpar til við að kynna keppnina fyrir háskólasamfélaginu.“

Samfélagið er fjölbreytt

Kristín segir ástæðu þess að ákveðið var að opna keppnina fyrir öllum þá að samfélagið sé fjölbreytt og takist á við margvíslegar áskoranir. Því þurfi fjölbreyttan hóp frumkvöðla. „Við erum alltaf að leysa þau vandamál sem upp koma í okkar eigin reynsluheimi. Ef hópurinn er of einsleitur koma einsleitar hugmyndir og lausnir.“

Um næstu helgi fer fram svokallað masterklass Gulleggsins en þar verður fólki kennt að fá hugmynd og móta hana. Þá verður fólki kennt að mynda tengsl við frumkvöðlasenuna og hvað það þýðir að vera frumkvöðull. Úrslitakeppnin fer svo fram 4. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK