Grímur seljast jafnt og þétt

Kórónuveirufaraldurinn hefur stóraukið eftirspurn eftir grímum.
Kórónuveirufaraldurinn hefur stóraukið eftirspurn eftir grímum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar faraldurinn skall á með fullum þunga í haust stórjókst sala á andlitsgrímum. Þegar grímuskylda var tekin upp aftur, samhliða mikilli útbreiðslu á smitum, varð allt vitlaust að gera í sölunni. Eftir að fólk fór að nota grímur daglega hefur salan verið jöfn og þétt,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi, en tilefnið er metfjöldi smita af kórónuveirunni undanfarið.

Staðan í Evrópu hefur áhrif

Hermann segir aðspurður að viðskiptavinir séu duglegri en áður að endurnýja grímurnar. „Þekkingin er að aukast, verðið hefur lækkað og aðgengið batnað. Þó hefur þrengt að aðgenginu síðustu mánuði með því að ríki Evrópu hafa verið í sama farvegi og við og glímt við gríðarlega útbreiðslu smita.

Það hefur verið sami taktur í sölu á sótthreinsispritti og í grímusölunni. Sprittið hefur selst jafnt og þétt og mörg fyrirtæki eru farin að kaupa það í stærri pakkningum, til dæmis fimm lítra, í stað þess að henda litlu brúsunum þegar þeir tæmast. Það er umhverfismál en nú er lögð töluverð áhersla á að endurnýta umbúðir,“ segir Hermann.

Spurður hvað salan á grímum og spritti vegi þungt í veltunni segir Hermann hana hafa vegið allt að 20% af veltu síðustu tveggja ára. Kemi hafi selt grímur í áratugi en salan verið hverfandi miðað við magnið sem selst í faraldrinum.

Meðal annars sæki fólk í grímur til að hafa á ferðalagi erlendis sem séu viðurkenndar af læknum. Það treysti enda ekki hefðbundum grímum.

Á hinn bóginn hafi sala á einnota hönskum minnkað mikið frá árinu 2020 enda séu snertismit nú álitin mun sjaldgæfari en áður var talið.

„Sá markaður er nú svipur hjá sjón en auðvitað var sá markaður nokkuð stór fyrir. Það er til dæmis skylda í öllum matvælafyrirtækjum að nota einnota hanska.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgublaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK